Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer yfir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar í þágu jafnréttis í grein í Morgunblaðinu í dag, í ljósi þess að á morgun eru 107 ár frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarrétt.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer yfir aðgerðir ríkisstjórnar sinnar í þágu jafnréttis í grein í Morgunblaðinu í dag, í ljósi þess að á morgun eru 107 ár frá því að konur 40 ára og eldri fengu kosningarrétt. „Við fögnum góðum árangri og mikilvægum sigrum í jafnréttisbaráttunni. Um leið missum við ekki sjónar á þeim áföngum sem eftir eru til að fullt jafnrétti náist,“ skrifar Katrín og nefnir í því samhengi kynbundið ofbeldi og launamun kynjanna.

Hún nefnir nokkur tölfræðileg dæmi máli sínu til stuðnings, meðal annars að tilkynntum nauðgunum fækkaði um 40% á meðan sóttvarnarráðstafanir voru í gildi og afgreiðslutími skemmtistaða var takmarkaður. Katrín segir að það verði að tryggja að konur geti farið út að skemmta sér og verið öruggar á sama tíma. „Markmiðið er skýrt: að útrýma þeirri samfélagslegu meinsemd sem kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni er.“ Þá strengir forsætisráðherrann einnig þess heit að útrýma kynbundnum launamismun. 21