Eyþór Aron Wöhler, sóknarmaður Skagamanna, var besti leikmaðurinn í níundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Eyþór Aron Wöhler, sóknarmaður Skagamanna, var besti leikmaðurinn í níundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Eyþór lék mjög vel með ÍA þegar liðið gerði jafntefli við KR, 3:3, í bráðfjörugum leik í Vesturbænum á miðvikudagskvöldið, skoraði tvö marka Skagamanna og lagði eitt upp, og hann fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína.

Steinar Þorsteinsson úr ÍA og Atli Sigurjónsson úr KR fengu líka tvö M fyrir þennan skemmtilega leik og þeir eru í liði umferðarinnar sem sjá má hér að ofan. Þar eru Ísak Andri Sigurgeirsson úr Stjörnunni, Kristall Máni Ingason úr Víkingi og Dani Hatakka úr Keflavík, allir valdir í þriðja skipti á tímabilinu. vs@mbl.is