Doherty er í mun að sanna fjölhæfni sína.
Doherty er í mun að sanna fjölhæfni sína. — AFP/Dominik Bindl
Slagur Breska leikkonan Erin Doherty sem sló í gegn sem Anna prinsessa í Krúnunni segir hlutverkið í senn hafa haft góð og slæm áhrif á feril sinn.
Slagur Breska leikkonan Erin Doherty sem sló í gegn sem Anna prinsessa í Krúnunni segir hlutverkið í senn hafa haft góð og slæm áhrif á feril sinn. Góð í þeim skilningi að hún hlaut mikið lof fyrir túlkun sína og áhugi almennings á Önnu jókst til mikilla muna, ef marka má leit á Google. Slæm í þeim skilningi að margir haldi nú að hún geti ekki leikið neitt annað en konungbornar forréttindakonur. „Ég vissi að ég þyrfti að leggja tvöfalt meira á mig,“ segir hún í samtali við Independent. „Það er svo skrýtið – maður berst og berst til að byrja með fyrir hvaða verkefni sem er en um leið og maður nær í gegn hefst strax annar slagur, að sýna fólki að ég geti eitthvað annað en bara Önnu prinsessu.“