Hafrún Kristjánsdóttir
Hafrún Kristjánsdóttir
Dr. Hafrún Kristjánsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar.

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Hafrún hefur víðtæka reynslu sem kennari og leiðbeinandi, hefur kennt við HR síðastliðin 12 ár og hefur reynslu af kennslu erlendis á vinnustofum í Bretlandi, Frakklandi og Hollandi. Hún hefur stýrt íþróttafræðideild HR frá því 2013 og verið forseti deildarinnar frá 2019. Hafrún hefur einnig haft umsjón með tæplega 80 rannsóknarverkefnum nemenda, bæði á framhalds- og grunnnámsstigi.

Hafrún lauk doktorsnámi í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands árið 2015, meistaraprófi í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands 2005 og BSc-prófi í sálfræði frá sama skóla.