Kópavogur Flestir koma úr Breiðabliki.
Kópavogur Flestir koma úr Breiðabliki. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Breiðablik hefur alið upp flesta leikmenn sem hafa spilað í Bestu deild karla í fótbolta á tímabilinu til þessa. Alls eru 27 leikmenn af þeim 244 sem hafa komið við sögu í deildinni á leiktíðinni uppaldir hjá Kópavogsfélaginu.
Breiðablik hefur alið upp flesta leikmenn sem hafa spilað í Bestu deild karla í fótbolta á tímabilinu til þessa. Alls eru 27 leikmenn af þeim 244 sem hafa komið við sögu í deildinni á leiktíðinni uppaldir hjá Kópavogsfélaginu. Tólf þeirra leika með Breiðabliki á þessari leiktíð. Næstflestir eru uppaldir hjá Stjörnunni eða 18 leikmenn. ÍBV hefur hins vegar notað flesta uppalda leikmenn í byrjunarliði á leiktíðinni til þessa eða átta. 33