Verk eftir Pétur
Verk eftir Pétur
Ávaxtamauk nefnist myndlistarsýning Péturs Magnússonar sem opnuð verður í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit í dag, 18. júní, kl. 15.
Ávaxtamauk nefnist myndlistarsýning Péturs Magnússonar sem opnuð verður í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit í dag, 18. júní, kl. 15. Pétur fæddist árið 1958, nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Accademia delle belle Arti Bologna og Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam. Pétur lærði málun á Ítalíu og grafík í Hollandi og með tímanum hefur hann fært sig yfir í ljósmyndir og skúlptúr, oft lágmyndir, að því er segir í tilkynningu. Pétur er fyrsti gestur Einkasafnsins sumarið 2022 en sýningarstjóri er Aðalsteinn Þórsson myndlistarmaður. Einkasafnið er verkefni Aðalsteins og hýsir safn hans „á því sem verður eftir“ af eigin neyslu, eins og segir í tilkynningu. Með því sé reynt að gefa eins heillega mynd af fyrirferð einstaklingsins í umhverfinu og hægt er. Sýningin er opin helgarnar 18.-19. og 25.-26. júní frá kl. 14 til 18. Safnið stendur við syðri enda þjóðvegar 822, Kristnesvegar, um 10 km sunnan Akureyrar.