Hyggist maður taka íbúðina, garðinn eða líf sitt í heild alveg í gegn, gera á því gjörbreytingu, skiptir engu hvort maður kallar hana gagngera eða gagngerða í áramótaheitinu.
Hyggist maður taka íbúðina, garðinn eða líf sitt í heild alveg í gegn, gera á því gjörbreytingu, skiptir engu hvort maður kallar hana gagngera eða gagngerða í áramótaheitinu. „Árið 1959 fór fram gagngerð viðgerð á Laxárvatnsstíflunni“ segir í Tímariti verkfræðingafélagsins 1963. Gagnger viðgerð hefði gert sama gagn.