Karin Björg Torbjörnsdóttir
Karin Björg Torbjörnsdóttir
Leiðarljós er yfirskrift Sönghátíðar í Hafnarborg sem hefst í dag, 18. júní, og lýkur 10. júlí.

Leiðarljós er yfirskrift Sönghátíðar í Hafnarborg sem hefst í dag, 18. júní, og lýkur 10. júlí. Boðið verður upp á Mozart-tónleika, kórtónleika, fjölskyldutónleika, óperugala, frumflutning á íslensku verki, masterclass-nemendatónleika, íslensk einsöngslög og heimsókn hljóðfæraleikara úr sinfóníuhljómsveit.

Á sjötta tug innlendra og erlendra tónlistarmanna kemur fram á átta tónleikum og einnig verða haldin fimm námskeið.

Á fyrstu tónleikunum, í dag kl. 17, verða flutt sönglög, aríur og samsöngsatriði úr óperum eftir W.A. Mozart. Fram koma Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran, Karin Björg Torbjörnsdóttir mezzósópran, Oddur Arnþór Jónsson baritón, Egill Árni Pálsson tenór, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópran, Gunnlaugur Bjarnason baritón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari. Miðasala fer fram á tix.is og dagskrá hátíðarinnar má finna á vefnum songhatid.com.