Björgunarsveitum tókst að bjarga fjórtán manna gönguhópi sem var á leið niður Hvannadalshnjúk í sunnanverðum Vatnajökli en alls tóku 130 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðunum.
Björgunarsveitum tókst að bjarga fjórtán manna gönguhópi sem var á leið niður Hvannadalshnjúk í sunnanverðum Vatnajökli en alls tóku 130 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðunum. Björgunarsveitir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi voru kallaðar út á fimmtudag vegna neyðarkalls frá hópnum sem beið í átta klukkustundir í slæmu veðri á jöklinum. Fólkið var þreytt og kalt, en ekki slasað. Að sögn upplýsingafulltrúa hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er hópurinn vanur en bilun varð í GPS-kerfi hans. Hópurinn ákvað að halda áfram leið sinni en lét vita af sér og var í góðum samskiptum við lögreglu og Neyðarlínuna frá því að þau höfðu fyrst samband. Bætt var í björgunaraðgerðir um kvöldmatarleytið á fimmtudag og fannst hópurinn fyrir miðnætti.