Hress Baldvin og Vigdís eru til í slaginn.
Hress Baldvin og Vigdís eru til í slaginn.
Söngkonan Vigdís Hafliðadóttir og píanóleikarinn Baldvin Hlynsson flytja kvæði á stofutónleikum á Gljúfrasteini á sunnudag, 19. júní, kl. 16. Á efnisskránni verða sænsk kvæði með íslenskum og sænskum textum, nýjum og gömlum.

Söngkonan Vigdís Hafliðadóttir og píanóleikarinn Baldvin Hlynsson flytja kvæði á stofutónleikum á Gljúfrasteini á sunnudag, 19. júní, kl. 16. Á efnisskránni verða sænsk kvæði með íslenskum og sænskum textum, nýjum og gömlum.

Vigdís lærði vísnasöng í Norræna vísnaskólanum í Kungälv í Svíþjóð og Baldvin útskrifaðist í fyrra frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi með BA-gráðu í djasspíanóleik. Bæði eru því kunnug sænskri vísnatónlist.