Guðmundur Ingvi Sigurðsson fæddist 16. júní 1922. Foreldrar hans voru Halldóra Ólafsdóttir, f. 1892, d. 1968, og Sigurður Guðmundsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri, f. 1878, d. 1949.
Guðmundur var sakadómarafulltrúi 1947 til 1959. Hann stofnaði lögmannsstofuna LEX ásamt Sveini Snorrasyni 1959. Hann stundaði lögmannsstörf til 2001. Hann var nokkrum sinnum setudómari í héraði og varadómari í Hæstarétti. Hann kenndi við Fóstruskóla Sumargjafar, var prófdómari við lagadeild Háskóla Íslands.
Guðmundur var í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1958-1963, formaður Samtaka dómarafulltrúa 1959-1960, í stjórn Lögmannafélags Íslands 1969-1971 og formaður félagsins 1970-1971. Þá var hann í stjórn Íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna 1972-1987 og formaður Námssjóðs Lögmannafélagsins 1974-1984. Guðmundur var heiðursfélagi í Lögmannafélagi Íslands.
Eiginkona Guðmundar var Kristín Þorbjarnardóttir, f. 1923, d. 2008. Börn þeirra eru þrjú.
Guðmundur lést 21.3. 2011.