Náttúra Ein af myndum Hajmans sem voru teknar í sumarsælu við vatn í Póllandi.
Náttúra Ein af myndum Hajmans sem voru teknar í sumarsælu við vatn í Póllandi.
Sirens of Poland, eða Sírenur Póllands, nefnist sýning pólska myndlistarmannsins Mateusz Hajman sem opnuð verður í dag kl. 14 í Café Pysju, Hverafold 1-3 í Grafarvogi.

Sirens of Poland, eða Sírenur Póllands, nefnist sýning pólska myndlistarmannsins Mateusz Hajman sem opnuð verður í dag kl. 14 í Café Pysju, Hverafold 1-3 í Grafarvogi. „Pólska sumrið; einhvers staðar milli íbúðarblokkanna, við árfarveginn, inni í skóginum, úti við strandlengjuna. Þessa letilegu daga er erfitt að greina hvern frá öðrum. Sæluríkur tíminn smýgur milli fingranna,“ segir m.a. í tilkynningu um sýninguna en á henni má sjá ljósmyndir af konum að sumarlagi úti í náttúrunni.

Hajman myndar hinar ungu konur og einnig karla þar sem þau eru í makindum sínum og „minnir okkur á að áhorfandinn sjálfur mun nema erótíkina“, eins og því er lýst í tilkynningu.

Sýningin er haldin í tengslum við Reykjavík Fringe Festival og stendur til 21. ágúst. Hajman er þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandi sínu og víðar, að því er fram kemur í tilkynningu og þá einkum fyrir ljósmyndir af konum. Café Pysja er nýstofnað sýningarrými fyrir myndlist og er að hluta til listamannarekið. Það er einnig kaffihús, eins og nafnið gefur til kynna. Sýning Hajman er sú þriðja sem haldin er í Café Pysju.