Iðkendur taka þátt í jógaæfingum í almenningsgarði í Kolkata á Indlandi á alþjóðlega jógadeginum.
Iðkendur taka þátt í jógaæfingum í almenningsgarði í Kolkata á Indlandi á alþjóðlega jógadeginum. — AFP/Dibyangshu Sarkar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Alþjóðlegi jógadagurinn var í vikunni og víða koma fjöldi manns saman til að íhuga og næra líkama og sál.

Jóga er vinsælt á Indlandi og þar voru víða hópsamkomur á alþjóðlega jógadeginum 21. júní eins og reyndar víða um heim.

Margir leituðu í jóga til að halda sér gangandi þegar kórónuveirufaraldurinn leiddi til þess að settar voru miklar takmarkaðnir á hópsamkomur og fólk mátti jafnvel ekki fara út úr húsi. Líkamsræktarstöðvar voru lokaðar, en það er auðvelt að stunda jóga í heimahúsum.

Blaðið Times of India ræddi við jógakennarann Jenil Dholakia sem sagði að jóga hefði orðið fastur liður í dagsins önn í faraldrinum. Faraldurinn hefði í raun verið dulbúið tækifæri því að margir hefðu áttað sig á mikilvægi heilbrigðs lífsstíls. Fólk, sem aldrei hefði stundað jóga eða gert það af og til, hefði byrjað að gera það reglulega og sá siður hefði haldist.