Landsmót Einbeittur keppandi í boccia í Borgarnesi í gær.
Landsmót Einbeittur keppandi í boccia í Borgarnesi í gær. — Ljósmynd/UMFÍ
Landsmót UMFÍ 50+, sem eins og tölurnar gefa til kynna er fyrir fólk eldra en fimmtugt, hófst í Borgarnesi í gær og stendur um helgina. Líkt og áður hófst mótið á keppni í boccia, sem jafnan er fjölmennasta greinin.

Landsmót UMFÍ 50+, sem eins og tölurnar gefa til kynna er fyrir fólk eldra en fimmtugt, hófst í Borgarnesi í gær og stendur um helgina.

Líkt og áður hófst mótið á keppni í boccia, sem jafnan er fjölmennasta greinin. Spilað var í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi fram eftir degi í gær. Að því loknu tók við ringó og götuhlaup.

Landsmótið var síðan sett formlega í gærkvöldi, að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Í dag verður keppt í brids, sundi, pútti og frjálsum, sem jafnframt er vel sótt grein. Í kvöld verður svo kótelettukvöld og skemmtun.

Landsmótinu verður haldið áfram á morgun, sunnudag, og m.a. keppt í fótbolta og fleiri greinum.