Holland Kristinn í leik með íslenska karlalandsliðinu síðastliðið haust.
Holland Kristinn í leik með íslenska karlalandsliðinu síðastliðið haust. — Ljósmynd/FIBA
Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson er genginn í raðir hollenska félagsins Aris Leeuwarden sem leikur í BNXT-deildinni, sameiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu.

Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson er genginn í raðir hollenska félagsins Aris Leeuwarden sem leikur í BNXT-deildinni, sameiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu.

Kristinn, sem er 24 ára gamall framherji, kemur frá Grindavík þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil í efstu deildinni hér á landi. Hann er uppalinn í Njarðvík en hefur einnig búið á Ítalíu, þar sem hann lék í yngri flokkum, auk þess sem hann lék fyrir háskólaliðið Marist Red Foxes í Bandaríkjunum.