1883 Dutton-fjölskyldan fór yfir slétturnar miklu.
1883 Dutton-fjölskyldan fór yfir slétturnar miklu.
Sjónvarp Símans býður nú upp á þáttaröðina 1883 sem segir frá ferð Dutton-fjölskyldunnar yfir sléttur Bandaríkjanna til að setjast að í Montana. Sveitasöngvarinn Tim McGraw er í aðalhlutverki, ásamt konu sinni Faith Hill.

Sjónvarp Símans býður nú upp á þáttaröðina 1883 sem segir frá ferð Dutton-fjölskyldunnar yfir sléttur Bandaríkjanna til að setjast að í Montana. Sveitasöngvarinn Tim McGraw er í aðalhlutverki, ásamt konu sinni Faith Hill. Landnemarnir lenda í miklu mótlæti og erfiðleikum. Þættirnir eru forsaga Yellowstone, þar sem stórleikarinn Kevin Costner er í aðalhlutverki. Mikið er lagt í gerð þáttaraðanna og gefa þær innsýn í sögu Bandaríkjanna.

Áhorf á 1883 leiddi hugann að þessu ári, þegar afi minn, sem bjó við kröpp kjör í Landeyjunum, fæddist. Íbúar landsins voru þá 70.642 og 1.215 þeirra ákváðu að freista gæfunnar í Vesturheimi árið 1883. Það voru 1,72% þjóðarinnar. Afi fór ekki til Vesturheims heldur Vestmannaeyja!

Um árið 1883 segir á vef Vesturfarasetursins: „Betra árferði, sæmilegur heyskapur og skepnuhöld. Aflabrögð sæmileg.“ Tveimur árum áður hófust mestu hörmungar tímabilsins. Hafísinn kom, bjarndýr gengu á land og fóru langt fram í sveitir. Firði lagði og var hægt var að ganga á ís frá Reykjavík til Akraness, um allan Gilsfjörð og Breiðafjörð, svo langt sem eyjar náðu. Árið eftir var einnig erfitt. Í byrjun ársins 2022 bjuggu hér 376.248 manns. Fjöldi Vesturfaranna 1883 myndi samsvara því að 6.396 manns flyttu héðan.

Guðni Einarsson

Höf.: Guðni Einarsson