Fjölskylda Rósa, Helgi og börn.
Fjölskylda Rósa, Helgi og börn.
Rósa, Rímsen og Tríó Zimsen munu syngja, kveða og leika á hljóðfæri á morgun, sunnudag, kl. 16 í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði.
Rósa, Rímsen og Tríó Zimsen munu syngja, kveða og leika á hljóðfæri á morgun, sunnudag, kl. 16 í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði. Segir í tilkynningu að undanfarin ár hafi fjölskylda Rósu Jóhannesdóttur komið fram á ýmsum stöðum, leikandi á fiðlur, harmonikku, ukulele og píanó, ásamt því að syngja og fara með kveðskap. Börnin kalla sig Tríó Zimsen og syngja lög í þremur röddum og mæðgur syngja dúetta saman. Inn í tónlistardagskrána fléttast kveðskapur, oftast eftir fjölskylduföðurinn Helga Zimsen en einnig eftir önnur skáld. Aðgangseyrir er kr. 3.000. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Hallgrímskirkju í Saurbæ.