Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason
Ekki er útlit fyrir að þýsku lögreglunni takist að hafa uppi á þeim sem sendu Alfreð Gíslasyni hótunarbréf í Þýskalandi í fyrra nema nýjar upplýsingar komi fram í málinu. Alfreð er í viðtali í Sunnudagsblaðinu sem dreift er í dag.

Ekki er útlit fyrir að þýsku lögreglunni takist að hafa uppi á þeim sem sendu Alfreð Gíslasyni hótunarbréf í Þýskalandi í fyrra nema nýjar upplýsingar komi fram í málinu.

Alfreð er í viðtali í Sunnudagsblaðinu sem dreift er í dag. Segist hann hafa orðið var við mikil viðbrögð eftir að hann greindi frá hótununum í mars í fyrra. Ýmsir hafi boðið fram aðstoð við að vakta heimilið auk lögreglunnar.