30 ára Bergur er fæddur og uppalinn í Hlíðunum í Reykjavík. Hann er sérfræðingur á rekstrarsviði hjá Eimskip og er á leiðinni til Danmerkur í meistaranám í verkfræði. Bergur var körfuboltamaður en lagði skóna á hilluna síðasta sumar.
30 ára
Bergur er fæddur og uppalinn í Hlíðunum í Reykjavík. Hann er sérfræðingur á rekstrarsviði hjá Eimskip og er á leiðinni til Danmerkur í meistaranám í verkfræði. Bergur var körfuboltamaður en lagði skóna á hilluna síðasta sumar. Hann var dyggur stuðningsmaður í vetur þegar hans menn í Val urðu Íslandsmeistarar, í fyrsta sinn í 39 ár. „Ég fagnaði því vel og innilega með vinum mínum, enda uppalinn í Val og spilaði með þeim í 20 ár.“
Fjölskylda Foreldrar Bergs eru Ástráður Eysteinsson, f. 1957, prófessor í bókmenntum, og Birna Kristjánsdóttir, f. 1956, hjúkrunarfræðingur. Systkini Bergs eru: Andri Þór Ástráðsson, f. 1982, ferðamálafræðingur, Jóhann Ástráðsson, f. 2005, og Eyja Ástráðsdóttir, f. 2006.