Skoraði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen úr Aftureldingu skoraði fyrra mark Íslands í sigrinum gegn Eistlandi í gær, í sínum fyrsta A-landsleik.
Skoraði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen úr Aftureldingu skoraði fyrra mark Íslands í sigrinum gegn Eistlandi í gær, í sínum fyrsta A-landsleik. — Morgunblaðið/Eggert
Fimmtán nýliðar léku fyrir Íslands hönd í Pärnu í Eistlandi í gær þegar ungt íslenskt landslið, eingöngu skipað leikmönnum yngri en 23 ára, sigraði A-landslið Eistlands 2:0 í vináttulandsleik.

Fimmtán nýliðar léku fyrir Íslands hönd í Pärnu í Eistlandi í gær þegar ungt íslenskt landslið, eingöngu skipað leikmönnum yngri en 23 ára, sigraði A-landslið Eistlands 2:0 í vináttulandsleik.

Tveir af nýliðunum skoruðu mörkin en Sólveig Jóhannesdóttir Larsen úr Aftureldingu kom Íslandi yfir á 27. mínútu þegar hún fylgdi eftir skoti sem var varið og Dagný Rún Pétursdóttir úr Víkingi gulltryggði sigurinn á 81. mínútu þegar hún skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Ásdísar Karenar Halldórsdóttur úr Val.

Ásdís Karen var mjög aðgangshörð við mark Eista og var óheppin að skora ekki eitt eða fleiri mörk í leiknum. Auður Scheving markvörður kom í veg fyrir að Eistar jöfnuðu á 69. mínútu þegar hún varði vel skalla af stuttu færi.

Hlín Eiríksdóttir var fyrirliði og lék sinn 20. landsleik og þær Ída Marín Hermannsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir léku sinn þriðja landsleik.

Auk þeirra fjögurra sem áður voru nefndar léku fyrsta landsleikinn þær Karen María Sigurgeirsdóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Arna Eiríksdóttir, Katla María Þórðardóttir, Diljá Ýr Zomers, Tinna Brá Magnúsdóttir, Birta Georgsdóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir, Sóley María Steinarsdóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir. vs@mbl.is