Prinsinn og prinsessan af Wales með frumburðinn í reifum í júní 1982. Prýðilega hefur ræst úr pilti, Vilhjálmi, sem fagnaði stórafmæli í vikunni.
Prinsinn og prinsessan af Wales með frumburðinn í reifum í júní 1982. Prýðilega hefur ræst úr pilti, Vilhjálmi, sem fagnaði stórafmæli í vikunni.
Það bar til tíðinda fimmtudaginn 24. júní 1982, að Karl Bretaprins tafði vígsluathöfn nýrrar efnarannsóknastofu um heilar 20 mínútur en annars er breska konungsfjölskyldan orðlögð fyrir stundvísi.

Það bar til tíðinda fimmtudaginn 24. júní 1982, að Karl Bretaprins tafði vígsluathöfn nýrrar efnarannsóknastofu um heilar 20 mínútur en annars er breska konungsfjölskyldan orðlögð fyrir stundvísi. Frá þessu var greint í fjölmiðlum vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Morgunblaðinu.

Þegar hans hátign loksins lét sjá sig sagðist hann hafa þurft að „sinna dálitlu, og ef satt skal segja, þá hafði ég mjög gaman af því“. Bresku blöðin skildu þetta þannig, að sögn Morgunblaðsins, að prinsinn væri nú þegar farinn að hjálpa eiginkonu sinni, lafði Díönu, með litla snáðann þeirra, sem þá var aðeins þriggja daga gamall, og að líklegast væri, að hann hefði verið að skipta um bleyju á honum. Ekki víst að þetta orðalag, „að hjálpa eiginkonu sinni“, yrði notað í þessu samhengi í dag.

Talsmaður Buckingham-hallar varðist hins vegar allra frétta og sagði, að blöðin gætu bara verið með sínar eigin ágiskanir.

Téður snáði var skömmu síðar vatni ausinn og heitir William Arthur Philip Louis, eða bara Vilhjálmur, og varð fertugur í vikunni. Opinber titill hans er hertoginn af Cambridge.