Chelsea Wolfe breytti um lífsstíl.
Chelsea Wolfe breytti um lífsstíl. — AFP/Frazer Harrison
Sjálfstraust Bandaríska söngkonan Chelsea Wolfe kveðst vera mun skýrari og meira skapandi í dag, en hún varpaði Bakkusi bróður á dyr í ársbyrjun 2021 og skellti í lás. Wolfe hóf að misnota áfengi aðeins 11 ára gömul og að því kom að hún fékk nóg.
Sjálfstraust Bandaríska söngkonan Chelsea Wolfe kveðst vera mun skýrari og meira skapandi í dag, en hún varpaði Bakkusi bróður á dyr í ársbyrjun 2021 og skellti í lás. Wolfe hóf að misnota áfengi aðeins 11 ára gömul og að því kom að hún fékk nóg. „Árum saman treysti ég á áfengi vegna sjálfsöryggis sem mér fannst ég ekki hafa. Að finna þetta sjálfstraust í gegnum edrúmennskuna og að yfirfæra það á tónlistina skipti mig öllu máli,“ segir hún í samtali við breska blaðið The Guardian. Wolfe þurrkaði sig upp um svipað leyti og hún byrjaði að vinna að plötunni Bloodmoon: I með málmkjarnabandinu Converge. Platan kom út á liðnu ári og hlaut einróma lof gagnrýnenda sem sögðu Wolfe meðal annars sýna á sér nýja og spennandi hlið.