Knattspyrnudeild Vals hefur samið við markvörðinn Frederik Schram um að leika með liðinu næstu tvö árin. Hann kemur til Vals frá Lyngby í Danmörku þar sem hann hefur verið varamarkvörður undanfarin þrjú ár.
Knattspyrnudeild Vals hefur samið við markvörðinn Frederik Schram um að leika með liðinu næstu tvö árin. Hann kemur til Vals frá Lyngby í Danmörku þar sem hann hefur verið varamarkvörður undanfarin þrjú ár. Frederik, sem hefur leikið fimm A-landsleiki fyrir Íslands hönd, er 27 ára og lék áður með dönsku liðunum Roskilde, SönderjyskE, Vestsjælland og OB. Hann lék 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands og var í leikmannahópi íslenska landsliðsins í lokakeppni HM í Rússlandi sumarið 2018.