Húsbukkur Sú tegund bukka er nokkuð auðþekkt og er 14 mm löng.
Húsbukkur Sú tegund bukka er nokkuð auðþekkt og er 14 mm löng. — Ljósmynd/Erling Ólafsson
Húsbukkur (Hylobates bajulus) er tegund trjábukka sem berst af og til hingað til lands. Það gerðist einmitt nýlega, þegar einn slíkur fannst í Reykjavík. Honum var komið til Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar sem honum er til haga haldið.
Húsbukkur (Hylobates bajulus) er tegund trjábukka sem berst af og til hingað til lands. Það gerðist einmitt nýlega, þegar einn slíkur fannst í Reykjavík. Honum var komið til Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar sem honum er til haga haldið. Líklegt er að hann hafi komið með pakkningum erlendis frá. Frá þessu greinir Erling Ólafsson skordýrafræðingur á fésbókarsíðu sinni, Heimur smádýranna. Þar kemur fram að trjábukkar finnist ekki í náttúru Íslands en ein tegund þeirra gæti þó mögulega þrifist hér á landi, fyrrnefndir húsbukkar. Þeir lifa í trjáviðum gamalla húsa og getavaldið á þeim skemmdum. „Lirfurnar vaxa upp inni í gömlum viðum húsa, einkum stoðum og bitum í burðarvirkinu. Það tekur þær mörg ár að ná fullum þroska og skila sér út úr viðunum sem fullþroska bjöllur. Tegundin er hitakær og þarf helst um og yfir 25°C hita í viðnum til að nærast og dafna,“ segir Erling. Hann tekur fram að vegna þessa hafi hann litla trú á að trjábukkurinn geti sest að í húsum hér á landi, fest sig í sessi og orðið til vandræða.