— Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Borgarverk lauk í vikunni við að setja klæðingu á vegarkafla við brúna í Norður-Botni í Tálknafirði. Var þetta seinna yfirlag vegarins sem verið hefur leiðinlegur í vetur.

Borgarverk lauk í vikunni við að setja klæðingu á vegarkafla við brúna í Norður-Botni í Tálknafirði. Var þetta seinna yfirlag vegarins sem verið hefur leiðinlegur í vetur.

Smíði nýrrar brúar yfir Botnsá í Norður-Botni í Tálknafirði lauk á síðasta ári og lagningu vegar að henni lauk að mestu. Lagt var einfalt lag klæðingar á veginn síðasta haust, til þess að umferðin þyrfti ekki að vera á styrktarlaginu í vetur. Einfalda slitlagið þoldi ekki þá þungaumferð sem þarna er. Þá hjálpaði veðurfarið ekki, þannig að holur mynduðust í veginn, til ama fyrir ökumenn. Reynt var að leysa málin með því að holufylla.

Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri vestursvæðis Vegagerðarinnar, segir að því fylgi stundum ákveðinn fórnarkostnaður að fara þessa leið. Seinna lag klæðingar hafi alltaf átt að koma í sumar, hvort sem vegurinn hefði hlaupið í holur í vetur eða ekki. helgi@mbl.is