Jón Ólafsson fornfræðingur í Kaupmannahöfn fæddist 24. júní 1731 í Svefneyjum. Hann kenndi sig við heimaslóðirnar og kallaði sig Hypnonesius upp á grísku sem merkir Svefneyingur.

Jón Ólafsson fornfræðingur í Kaupmannahöfn fæddist 24. júní 1731 í Svefneyjum. Hann kenndi sig við heimaslóðirnar og kallaði sig Hypnonesius upp á grísku sem merkir Svefneyingur. Foreldrar Jóns voru hjónin Ólafur Gunnlaugsson bóndi og Ragnhildur Sigurðardóttir frá Brjánslæk. Bræður Jóns voru Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur, Magnús Ólafsson lögmaður og Jón Ólafsson yngri.

Hugur Jóns hneigðist snemma til náms og hann varð student frá Skálholtsskóla 1752 og fór til Kaupmannahafnar og lauk þar námi í heimspeki og síðar í guðfræði. Hann fékk styrk til að sinna íslenskum fræðum og vann að útgáfu rita Snorra Sturlusonar, sem var grunnurinn að Heimskringluútgáfu Gerhards Schönings 1777. Hann kom að útgáfu fjölda íslenskra rita, s.s. Landnámabók; Hungurvöku og Sæmundar-Eddu. Jón skrifaði fjölda fræðirita á ferlinum, en viðamesta verk hans var orðabók sem hann vann að í þrjátíu ár, en handritið brann inni í eldsvoða í Kaupmannahöfn 1807, ásamt mörgum ómetanlegum verkum.

Jón var ógiftur og barnlaus. Hann var vel metinn og bjó alla starfsævina í Kaupmannahöfn þar sem hann lést 18. júní 1811.