Max Cavalera hefur marga handsápuna sopið.
Max Cavalera hefur marga handsápuna sopið. — AFP/Jeff Pachoud
Sápa Max Cavalera, söngvari og gítarleikari Soulfly og fleiri sveita, rifjar upp í hlaðvarpsþætti klíníska sálfræðingsins og markþjálfans dr.
Sápa Max Cavalera, söngvari og gítarleikari Soulfly og fleiri sveita, rifjar upp í hlaðvarpsþætti klíníska sálfræðingsins og markþjálfans dr. Mike Friedmans augnablikið þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann þyrfti að rita sig inn í meðferð vegna áfengis- og vímuefnafíknar. Hann var þá á tónleikaferðalagi í Evrópu og þar sem ekkert áfengi var til í rútunni „endaði ég á því að fara inn á klósett og drekka fljótandi handsápu“. Eiginkona hans stóð Cavalera að verki og spurði gáttuð hvað í andskotanum hann væri að gera? „Ég er að drekka handsápu, ég þarf hjálp! Galnara verður það víst varla.“