Tónlist Tónlistar- og vídeólistamaðurinn Die Goldstein framdi gjörning og fylgdust gestir einbeittir með.
Tónlist Tónlistar- og vídeólistamaðurinn Die Goldstein framdi gjörning og fylgdust gestir einbeittir með. — Ljósmynd/Gunnlöð Jóna
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
IceDocs-heimildarmyndahátíðin hófst á Akranesi með formlegri opnun á miðvikudagskvöld og lýkur henni á morgun, 26. júní. Allar kvikmyndasýningarnar fara fram í Bíóhöllinni á Akranesi en aðrir viðburðir verða haldnir víðs vegar í bænum.
IceDocs-heimildarmyndahátíðin hófst á Akranesi með formlegri opnun á miðvikudagskvöld og lýkur henni á morgun, 26. júní. Allar kvikmyndasýningarnar fara fram í Bíóhöllinni á Akranesi en aðrir viðburðir verða haldnir víðs vegar í bænum. Fjöldi heimildarmynda er á dagskrá hátíðarinnar, íslenskar og erlendar, eins og sjá má á vef hátíðarinnar á slóðinni icedocs2022.eventive.org. Fjalla þær um allt milli himins og jarðar. Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn og hefur hún frá upphafi verið haldin á Akranesi.