Gleði Það var afar kátt á hjalla á opinni æfingu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á laugardag.
Gleði Það var afar kátt á hjalla á opinni æfingu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á laugardag. — Morgunblaðið/Eggert
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu kvaddi landsmenn formlega á opinni æfingu á Laugardalsvelli í blíðviðri á laugardag, áður en liðið heldur af landi brott til frekari undirbúnings fyrir EM 2022 á Englandi, sem hefst í næsta mánuði.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu kvaddi landsmenn formlega á opinni æfingu á Laugardalsvelli í blíðviðri á laugardag, áður en liðið heldur af landi brott til frekari undirbúnings fyrir EM 2022 á Englandi, sem hefst í næsta mánuði.

Í dag flýgur íslenska liðið til Póllands, þar sem það mætir heimakonum í vináttulandsleik á miðvikudag, þeim eina sem Ísland leikur í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið. Þaðan liggur leiðin til Þýskalands til frekari æfinga, áður en haldið verður til Englands til lokaundirbúnings.

Þar sem ekki tókst að fá vináttulandsleik á heimavelli fyrir mótið, gafst landsmönnum þess í stað færi á að kveðja liðið á laugardag á æfingu og var afar vel mætt á hana.

Ungum knattspyrnuiðkendum, stelpum og strákum, gafst tækifæri til þess að hitta hetjurnar sínar, þar sem landsliðskonurnar árituðu til að mynda treyjur og takkaskó og sátu fyrir á myndum með þeim. Fullorðnir létu sig þá ekki vanta og virtust ekki síður spenntir en hinir yngri. gunnaregill@mbl.is