100 ára Anna Steinunn er fædd á Akureyri 27. júní 1922. Hún ólst upp á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur árið 1944 og hefur búið þar síðan. Hún vann ýmis störf, til dæmis á veitingahúsum við uppvask og einnig vann hún á Landakoti í þvottahúsi.
100 ára Anna Steinunn er fædd á Akureyri 27. júní 1922. Hún ólst upp á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur árið 1944 og hefur búið þar síðan. Hún vann ýmis störf, til dæmis á veitingahúsum við uppvask og einnig vann hún á Landakoti í þvottahúsi. Anna Steinunn hafði unun af lestri góðra bóka og bar þar hæst bækur um dulræn málefni. Hún hefur alla tíð hreyft sig mjög mikið án þess að stunda hefðbundna líkamsrækt sem er líklega ástæða þess hversu heilsugóð hún hefur verið alla tíð.

Fjölskylda Eiginmaður Önnu Steinunnar var Halldór Guðmundsson, f. 1922, d. 2003, pípulagningameistari. Þau eiga þrjú börn, Helgu, f. 1953, Guðmund, f. 1959 og Jón Árna, f. 1962. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin eru fjórtán. Foreldrar Önnu Steinunnar voru Jón Sigtryggsson, verkamaður, f. 1891, d. 1978, og Helga Hjartardóttir, húsmóðir, f. 1896, d. 1937.