Eysteinn Kristjánsson fæddist á Húsavík 26. desember 1972. Hann varð bráðkvaddur 10. júní 2022. Foreldrar hans voru Gréta Björg Úlfsdóttir og Kristján Jón Eysteinsson. Eysteinn átti einn yngri bróður, Úlf, sem fæddur var 1978 og hálfsysturina Ragnheiði Merimu, fædda 1993.

Þegar Eysteinn var á barnsaldri bjó hann mikið erlendis með foreldrum sínum en þau bjuggu í Skotlandi árin 1976-1980 og í Tansaníu 1983-86. Eysteini líkaði ekki loftslagið í Afríku, flutti heim á undan foreldrum sínum og dvaldi hjá afa sínum og ömmu á Húsavík um tíma. Eysteinn fluttist á Sauðárkrók 1986 þar sem hann bjó næsta áratuginn. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og síðan í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Á sumrin vann hann meðal annars hjá Rarik, í sútunarverksmiðjunni Loðskinni og í þvottahúsinu á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki.

Árið 1996 flutti Eysteinn til Englands og bjó þar í tæpt ár. Eftir það flutti hann til Reykjavíkur og vann á auglýsingastofu. Árið 2003 fór hann í Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2005. Að námi lokni vann hann hjá Bectel á Reyðarfirði í þrjá mánuði.

Eysteinn kynntist tilvonandi eiginkonu sinni, Sólveigu Maríu Jörgensen, árið 1998. Þau gengu í hjónaband 2. mars 2013.

Sólveig á dótturina Sigurbjörgu Söndru Hafsteinsdóttur. Hennar maður er Árni Steinsson og eiga þau fimm börn samtals.

Útför Eysteins fór fram 23. júní 2022.

Elsku afi, okkur finnst svo skrítið að þú sért farinn upp til himna. Þú kenndir okkur systrunum svo margtog varst stór partur af barnæsku okkar. Þú varst æðislegur afi og við hefðum ekki getað beðið um betri afa. Við munum svo vel eftir öllum göngutúrunum, Kolaportsferðunum okkar, 17. júní-fjörinu hjá okkur með henni ömmu, þegar þú sast með okkur í stólnum þínum að kenna okkur að lesa og þegar þú last fyrir okkur sögur fyrir svefninn. Þú kenndir okkur margt, eins og að lesa og skrifa á unga aldri og við verðum alltaf þakklátar fyrir það. Þú varst alltaf besti afi í heimi og okkur mun alltaf finnast það. Þú varst alveg yndislegur á allan hátt. Þú sagðir okkur skemmtilegar sögur og gast svarað öllum spurningunum okkar, því þú varst svo rosalega klár maður. Okkur mun alltaf þykja vænt um þig og við munum alltaf hugsa til þín.

Elskum þig endalaust afi.

Kveðja

Liljan þín og Rakel litla rauðhausína.