Dalrún Kaldakvísl
Dalrún Kaldakvísl
Sagnfræðingurinn Dalrún Kaldakvísl mun í dag verja doktorsritgerð sína í sagnfræði, „Huldufreyjur. Ráðskonur í sveit á síðari hluta 20.

Sagnfræðingurinn Dalrún Kaldakvísl mun í dag verja doktorsritgerð sína í sagnfræði, „Huldufreyjur. Ráðskonur í sveit á síðari hluta 20. aldar“, sem byggist á sögu ráðskvenna sem störfuðu á íslenskum sveitaheimilum, alls 72 talsins, á síðari hluta 20. aldar.

„Í rannsókninni er rakið hvaða störf ráðskonur höfðu með höndum á sveitaheimilum og viðhorf þeirra til verkskyldna sinna. Aukinheldur er fjallað um félagslega stöðu ráðskvenna, hvort tveggja með hliðsjón af stöðu þeirra, áður en þær hófu störf sem ráðskonur, og einnig frá ráðskonutíð þeirra,“ segir í tilkynningu um doktorsvörnina.

Þar segir einnig að sjónum sé

sérstaklega beint að stöðu einstæðra mæðra, sem voru stærsti einstaki hópur kvenna sem sinnti ráðskonustarfinu. Þá sé einnig fjallað um takmörkuð réttindi ráðskvenna í vistinni.

Aðalleiðbeinandi Dalrúnar var dr. Erla Hulda Halldórsdóttur, prófessor við Hugvísindasvið HÍ. Einnig voru í doktorsnefnd dr. Guðmundur Jónsson, prófessor við Hugvísindasvið, og dr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor við Félagsvísindasvið. Doktorsvörnin fer fram í Hátíðarsal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst klukkan 13.