Tilþrif Guðlaugur Þór spyrnir fast en skömmu síðar meiddist hann.
Tilþrif Guðlaugur Þór spyrnir fast en skömmu síðar meiddist hann. — Ljósmynd/UMFÍ
Landsmóti UMFÍ 50+ lauk í Borgarnesi í gær. Keppt var m.a. í svonefndum göngufótbolta og varð að blása einn leikinn af vegna meiðsla í báðum liðum. Annar leikmanna var heimamaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra.

Landsmóti UMFÍ 50+ lauk í Borgarnesi í gær. Keppt var m.a. í svonefndum göngufótbolta og varð að blása einn leikinn af vegna meiðsla í báðum liðum. Annar leikmanna var heimamaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra. Tognaði hann á fæti í kjölfar hælspyrnu.

Verra er að leikmaður úr hinu liðinu sleit hásin og var borinn af velli. Að öðru leyti fór Landsmótið vel fram og stórslysalaust. Keppt var í fjölda greina og voru sumar þeirra opnar fyrir yngri keppendur. Síðasta grein mótsins í gær var stígvélakast. Að því loknu var mótinu slitið. Á næsta ári verður Landsmót 50+ haldið í Stykkishólmi.