— Morgunblaðið/Kristvin
Það var kátt á hjalla hjá fjölskyldu Önnu Steinunnar Jónsdóttur, sem hélt veglega afmælisveislu fyrir hana í Árskógum í Reykjavík í gær, en Anna Steinunn verður 100 ára gömul í dag, 27. júní.

Það var kátt á hjalla hjá fjölskyldu Önnu Steinunnar Jónsdóttur, sem hélt veglega afmælisveislu fyrir hana í Árskógum í Reykjavík í gær, en Anna Steinunn verður 100 ára gömul í dag, 27. júní.

Sést hún hér ásamt börnum sínum, þeim Helgu, Guðmundi og Jóni Árna Halldórsbörnum, en Anna Steinunn á sjö barnabörn og fjórtán barnabarnabörn.

Því má bæta við til fróðleiks að núna eru 36 Íslendingar á lífi, 100 ára eða eldri, að sögn Jónasar Ragnarssonar, er heldur úti vefnum Langlífi á Facebook. Á þessu ári getur 21 bæst við þann hóp. Elst núlifandi Íslendinga er Ásta Sigmundsdóttir í Kópavogi, 104 ára, en hún verður 105 ára síðar í sumar. Ásta tók við þessari nafnbót af Þórdísi Filippusdóttur, sem lést 20. júní sl., 105 ára að aldri. 24