— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Íbúum Óslóar var komið í opna skjöldu aðfaranótt laugardags þegar rúmlega fertugur norsk-íranskur maður, Zaniar Matapour, dró upp skammbyssu við öldurhúsið London Pub, samkomustað hinsegin fólks í borginni, og hóf skothríð með þeim afleiðingum að tveir...

Íbúum Óslóar var komið í opna skjöldu aðfaranótt laugardags þegar rúmlega fertugur norsk-íranskur maður, Zaniar Matapour, dró upp skammbyssu við öldurhúsið London Pub, samkomustað hinsegin fólks í borginni, og hóf skothríð með þeim afleiðingum að tveir lágu í valnum og 21 hlaut kaun af.

Handtók lögregla Matapour örfáum mínútum síðar með aðstoð almennra borgara sem skelltu honum og lágu ofan á honum. Hinsegin göngu Pride-hátíðarinnar var aflýst og Jonas Gahr Støre forsætisráðherra færði hinsegin fólki samúðarkveðjur. Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður var staddur í Ósló um helgina og ræddi við Morgunblaðið, auk Álfs Birkis Bjarnasonar, formanns Samtakanna 78, Árna Grétars Jóhannssonar, eiganda Kíkí, og Johns Christians Eldens, verjanda Matapours. 4