Eftirför Fjöldi lögreglubíla veitti ræningjanum eftirför og náðu lögreglan að króa manninn af við Smáralind. Var hann undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda, auk þess að hafa fíkniefni í fórum sínum. Oft komið við sögu áður.
Eftirför Fjöldi lögreglubíla veitti ræningjanum eftirför og náðu lögreglan að króa manninn af við Smáralind. Var hann undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda, auk þess að hafa fíkniefni í fórum sínum. Oft komið við sögu áður.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast um helgina, þar sem upp komu rán, innbrot, þjófnaðir, árásarmál, ölvunarakstur, umferðaróhöpp og í einu tilviki var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út til aðstoðar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast um helgina, þar sem upp komu rán, innbrot, þjófnaðir, árásarmál, ölvunarakstur, umferðaróhöpp og í einu tilviki var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út til aðstoðar.

Um kvöldmatarleytið á laugardag var framið rán í verslun Nettó í Lágmúla. Karlmaður réðst á kassastarfsmann með ofbeldi og stal peningum úr sjóðsvél. Flúði ræninginn vettvang í bíl, sem lögreglumenn veittu eftirför. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað til og lauk eftirförinni við gatnamót Dalvegar og Fífuhvammsvegar, skammt frá Smáralind. Þar náði lögreglan að króa bíl ræningjans af og stöðva hann, með því að aka utan í bílinn. Hafði ræninginn þá ekið utan í tvo bíla á flótta sínum úr Lágmúla. Ók m.a. á móti umferð á miklum hraða og virti engin umferðarlög.

Engin slys urðu á fólki í þessari eftirför, hvorki á ræningjanum, lögreglu né öðrum vegfarendum. Tjón varð á nokkrum bílum. Maðurinn var handtekinn eftir áreksturinn og reyndist hann undir áhrifum fíkniefna, auk þess að hafa ítrekað verið tekinn áður fyrir akstur án ökuréttinda og vörslu fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu og yfirheyrður í gær.

Hnífamál í Grafarvogi

Skömmu eftir að ræninginn úr Nettó hafði verið stöðvaður í Kópavogi, var lögreglan og sérsveitin kölluð að íbúð í Veghúsum í Grafarvogi. Þar var tilkynnt um mann sem hafði mundað hníf í samskiptum sínum við aðstandendur. Var maðurinn handtekinn og veitti hann ekki mótspyrnu, að sögn lögreglu.