Landsmót hestamanna
Landsmót hestamanna — Ljósmynd/Óla mynd
Slagviðri reið yfir í gær og olli því að seinka þurfti keppnisgreinum og kynbótasýningum á Landsmóti hestamanna, fyrst til ellefu og svo til fjögur sama dag. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Landsmóts, lýsir deginum sem óvissuferð.

Slagviðri reið yfir í gær og olli því að seinka þurfti keppnisgreinum og kynbótasýningum á Landsmóti hestamanna, fyrst til ellefu og svo til fjögur sama dag. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Landsmóts, lýsir deginum sem óvissuferð. Hliðra þurfti dagskrárliðum og hætta við fánareiðina, sem hefur jafnan farið fram við setningarathöfn Landsmóts hestamanna. Þá voru B-úrslit í barna- og unglingaflokki færð fram á daginn í dag, og matarhlé stytt.

Að loknum sýningum gærdagsins hélt skemmtidagskráin þó sínu striki, þar komu fram Gunni Óla, Stefanía Svavars og Íris. Í kvöld mæta þau Helgi Björns, Regína Ósk og Páll Óskar að skemmta Landsmótsgestum að loknum úrslitum í tölti meistara.

Spáin fyrir daginn í dag er öllu betri og fram undan eru aðeins úrslit og verðlaunaafhendingar.

thorab@mbl.is