Hús Húsnæðisskortur gerir sveitarfélögum erfitt fyrir hvað varðar móttöku flóttafólks.
Hús Húsnæðisskortur gerir sveitarfélögum erfitt fyrir hvað varðar móttöku flóttafólks. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður flóttamannanefndar, segir að það hafi legið fyrir í upphafi að stóra verkefnið við móttöku flóttamanna frá Úkraínu yrði að útvega fólkinu húsnæði hér á landi.

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður flóttamannanefndar, segir að það hafi legið fyrir í upphafi að stóra verkefnið við móttöku flóttamanna frá Úkraínu yrði að útvega fólkinu húsnæði hér á landi.

Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu, sagði í samtali við blaðið í fyrradag að búsetuúrræði Útlendingastofnunar væru þéttsetin sem og að húsnæðisskortur gerði sveitarfélögunum erfitt fyrir að taka á móti flóttafólki.

„Þegar þetta var á borði nefndarinnar og í upphafi þessarar vinnu var það ljóst að þetta yrði stóra verkefnið. Þess vegna var ég með það ákall strax í upphafi að beina því til sveitarfélaga og allra þeirra hagaðila sem gætu mögulega lagt til húsnæði í verkefnið að gera það.

Ég held að það hafi bara verið þokkalega í það tekið, alla vega var það þannig í byrjun. En ég held að menn hafi alveg gert sér grein fyrir því að það er erfitt að koma þessum púslum saman,“ segir Stefán Vagn í samtali við Morgunblaðið.

steinthors@mbl.is