Þorsteinn Þorsteinsson
Þorsteinn Þorsteinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir Þorsteinn Þorsteinsson og Gunnlaug Sigurðsson: "Í fjárhagsáætlun fái skólinn ákveðna fjárhæð til að greiða starfsmönnum bónus fyrir vel unnin störf og einnig til þess að ráða góða starfsmenn."

Nútímaleg valddreifing á að einkenna stjórnunarumhverfi leik- og grunnskóla í stað miðstýringar. Skólastjóri ráðstafi fjármunum í samráði við starfsmenn sína eins og talið er að best þjóni hagsmunum skólans og sé að sjálfsögðu heimilt að færa fé á milli rekstrarliða ef það er hægt og þess er þörf að hans mati. Skólastjóri ber fulla ábyrgð á rekstri skólans.

Mannaráðningar – nýjar leiðir

Í fjárhagsáætlun hvers skóla verði þess sérstaklega gætt að skóli fái ákveðna fjárhæð á tiltekinn rekstrarlið til þess að greiða starfsmönnum, s.s. kennurum, bónus fyrir vel unnin störf og einnig til þess að ráða góða starfsmenn með bónusgreiðslum. Með þessari aðferð er vandinn við að fá kennara leystur að miklu leyti. Auk þess mun skólastarfið eflast við þessa aðgerð. Þetta fyrirkomulag hefur að ákveðnu marki gilt í íslenskum framhaldsskólum og reynst vel.

Horft til framtíðar

Mikilvægt er að nú og í framtíð verði ráðnir skólastjórar sem eru tilbúnir að starfa sjálfstætt og af ábyrgð í öllu starfi skólans. Skólastjórar eiga að starfa eins og forstjórar stofnana eða sem forstjórar fyrirtækja. Forstjórarnir starfa með stjórnum fyrirtækjanna og eins gætu skólanefndir virkað eins og stjórnir fyrirtækja eða stofnana.

Höfundar eru fyrrverandi skólameistarar. thorsteinn2212@gmail.com