Alsjáandi fingur.

Alsjáandi fingur. V-Allir

Norður
3
1084
D854
KD1053

Vestur Austur
K64 G10752
KG953 6
96 32
942 ÁG876

Suður
ÁD98
ÁD72
ÁKG107
--

Suður spilar 6.

Pólverjinn Konrad Araskiewicz spilaði eins og hann hefði auga á hverjum fingri. Og kannski hafði hann það. Austur hafði opnað á 2 í þriðju hendi og sögnin var nákvæmlega útskýrð á kerfiskorti sem 4-10 punktar með 5-5 í spaða og láglit. Þessar upplýsingar nýttust Konrad vel þegar að því kom að velja leið í 6. Útspil vesturs var 9.

Konrad tók slaginn á D, spilaði K og trompaði ás austurs. Lagði næst niður Á og stakk spaða. Henti hjarta í D, trompaði lauf heim og spaða í borði. Og þá féll K. Góð tíðindi, en engan veginn afgerandi. Konrad tók annað tromp og staldraði við til að telja. Austur átti augljóslega 5-5 í svörtu litunum og tvö tromp hafði hann sýnt. Þar með gat hann ekki átt meira en eitt hjarta. „Nú, jæja,“ hugsaði Konrad: „Þá er spilið öruggt ef það er ekki nákvæmlega kóngurinn.“ Konrad tók D og húrraði út D að heiman!