[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Guðni Valur Guðnason náði í gærkvöld lágmarkinu í kringlukasti fyrir Evrópumótið í frjálsíþróttum. Hann kastaði 65,27 á móti í Kaplakrika og var þar með sjö sentimetrum yfir lágmarkinu sem er 65,20 metrar. Evrópumótið fer fram í München dagana 11.

* Guðni Valur Guðnason náði í gærkvöld lágmarkinu í kringlukasti fyrir Evrópumótið í frjálsíþróttum. Hann kastaði 65,27 á móti í Kaplakrika og var þar með sjö sentimetrum yfir lágmarkinu sem er 65,20 metrar. Evrópumótið fer fram í München dagana 11. til 21. ágúst.

*Spánverjinn reyndi Rafael Nadal þurfti í gærkvöld að draga sig úr keppni á Wimbledon-mótinu í tennis vegna tognunar í kviðvöðva. Hann átti að mæta Nick Kyrgios frá Ástralíu í undanúrslitum í dag og þar með er Kyrgios kominn í úrslitaleikinn á sunnudag. Þar mætir hann annað hvort Novak Djokovic frá Serbíu eða Cameron Norrie frá Bretlandi sem mætast í undanúrslitum í dag.

*Enska knattspyrnufélagið Leeds United keypti í gær sinn sjötta leikmann í sumar. Þá var gengið frá kaupunum á kólumbíska framherjanum Luis Sinisterra frá Feyenoord en hann skoraði 23 mörk fyrir hollenska liðið á síðasta tímabili. Sinisterra er 23 ára gamall og á að baki fimm A-landsleiki fyrir Kólumbíu. Kaupverð hans er talið vera um 21,5 milljónir punda.

*Varnarmaðurinn Joe Gomez skrifaði í gær undir nýjan samning til fimm ára við enska knattspyrnufélagið Liverpool. Gomez, sem er 25 ára, hefur verið í röðum félagsins í sjö ár en vegna meiðsla hefur hann aðeins náð að spila 15 úrvalsdeildarleiki á undanförnum tveimur árum.

* Hörður Ingi Gunnarsson skoraði í gær sitt fyrsta mark sem atvinnumaður þegar hann gerði mark Sogndal í jafntefli, 1:1, gegn Fredrikstad í norsku B-deildinni. Hörður kom til Sogndal frá FH fyrir þetta keppnistímabil, eins og samherjar hans þeir Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson. Lið þeirra er í sjöunda sæti af sextán liðum eftir 13 umferðir af 30.

*Skagamenn fengu í gær annan danskan knattspyrnumann á nokkrum dögum til liðs við sig en Tobias Stagaard, tvítugur varnarmaður, er kominn til þeirra í láni frá Horsens. Stagaard er uppalinn hjá Esbjerg og kom við sögu í þremur leikjum með Horsens í dönsku B-deildinni á síðasta tímabili.