Icelandair Félagið glímdi við röskun á flugi í júní, hér sem erlendis.
Icelandair Félagið glímdi við röskun á flugi í júní, hér sem erlendis. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Samanlagt fluttu flugfélögin Icelandair og Play yfir hálfa milljón farþega í júní sl. Bæði lýsa félögin vanda við að halda áætlun vegna raskana og manneklu á flugvöllum erlendis. Stundvísi Play var þó mun betri, eða um 80% á móti 67% hjá Icelandair.

Samanlagt fluttu flugfélögin Icelandair og Play yfir hálfa milljón farþega í júní sl. Bæði lýsa félögin vanda við að halda áætlun vegna raskana og manneklu á flugvöllum erlendis. Stundvísi Play var þó mun betri, eða um 80% á móti 67% hjá Icelandair.

Félögin hafa sent frá sér upplýsingar um farþegafjölda í júnímánuði. Bæði sýna þau fram á aukningu miðað við mánuðinn á undan og ágæta sætanýtingu.

Play flutti nærri 90 þúsund farþega í júní, sem er aukning um 55% síðan í maí. Sætanýting var tæplega 80%. Í tilkynningu frá Play er bent á að tæplega 90 þúsund farþegar í júní sá álíka mikið og félagið flutti á fyrri hluta ársins 2021.

Heildarfjöldi farþega Icelandair í júní var 431 þúsund, og innanlandsflugið meðtalið, borið saman við 316 þúsund í maí og 94 þúsund í júní í fyrra. Heildarframboð félagsins í júní var um 77% af framboði sama mánaðar árið 2019.

Í millilandaflugi flutti Icelandair 407 þúsund farþega í júní, samanborið við 72 þúsund í sama mánuði í fyrra. Þar af voru farþegar til Íslands 176 þúsund og frá Íslandi 57 þúsund. Tengifarþegar voru 174 þúsund eða um 43% millilandafarþega, samanborið við 20% í júní á síðasta ári.

Stundvísin „fullnægjandi“

Sætanýtingin var sem fyrr segir tæp 80% hjá Play, borið saman við tæp 70% í maí.

„Þessi sætanýting telst mjög ásættanleg í ljósi þess að um var að ræða fyrsta mánuðinn þar sem tengiflugsáætlunin yfir Atlantshaf var komin í fullan gang og mikið um nýja áfangastaði,“ segir í tilkynningu Play. Þá segir félagið að stundvísin í júní sé ekki í samræmi við viðmið Play en teljist fullnægjandi miðað við aðstæður á flugvöllum, manneklu og lágt þjónustustig. Einnig hafi haft áhrif að félagið sé að enda við að stækka leiðakerfi tengiflugsins.

Aukin sætanýting

Icelandair segir talsverðar raskanir í leiðakerfinu hafa haft neikvæð áhrif á stundvísi félagsins.

„Þetta skýrist aðallega af krefjandi aðstæðum á flugvöllum víða erlendis og töfum í viðhaldi flugvéla vegna truflunar í aðföngum eftir faraldurinn. Sætanýting í millilandaflugi var 83,2% samanborið við 53,6% í júní 2021,“ segir í tilkynningu Icelandair til kauphallarinnar.