Gissur Vignir Kristjánsson fæddist 25. júní. Hann lést 31. maí 2022. Útförin fór fram 20. júní 2022.

Fallinn er frá einn okkar góðu félaga, Gissur Júní Kristjánsson. Gissur gekk til liðs við Lionshreyfinguna í október 1980 þegar hann kom inn í hóp okkar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar. Hann varð fljótt meðal öflugustu félaga klúbbsins og tók frá upphafi virkan þátt í öllu starfi hans og gerði það af mikilli samviskusemi. Gissur var löglærður maður og naut Lionshreyfingin þekkingar hans er hann tók að sér formennsku í laganefnd íslenska fjölumdæmisins. Gissur var eftirtektarverður hvar sem hann fór, hann var hár, herðabreiður og mikill á velli. Hann var fljótur að mynda sér skoðanir og óhræddur við að setja þær fram. Í störfum sínum fyrir klúbbinn var hann kosinn til allra helstu starfa í honum og kom í mörg ár fram fyrir hönd klúbbsins á skemmtikvöldum fyrir eldri borgara í Hafnarfirði. Gissur var sæmdur öllum helstu viðurkenningum klúbbsins fyrir störf sín. Hans verður sárt saknað og eigum við félagarnir eftir að minnast hans um ókomin ár. Að lokum vil ég votta aðstandendum Gissurar dýpstu samúð okkar okkar félaganna.

Fyrir hönd Lionsklúbbs Hafnarfjarðar,

Halldór Svavarsson.