HM 2023 Leikjadagskrá íslenska liðsins er komin á hreint.
HM 2023 Leikjadagskrá íslenska liðsins er komin á hreint. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Ísland byrjar seinni undankeppnina fyrir HM karla í körfuknattleik á útileik gegn heimsmeisturum Spánverja 24. ágúst og mætir síðan Úkraínu á heimavelli 27. ágúst.

Ísland byrjar seinni undankeppnina fyrir HM karla í körfuknattleik á útileik gegn heimsmeisturum Spánverja 24. ágúst og mætir síðan Úkraínu á heimavelli 27. ágúst. Þetta varð endanlega ljóst í gær þegar Spánn vann afar nauman sigur á Úkraínumönnum, 77:76, í Riga, og tryggði sér sigur í G-riðli undankeppninnar.

Ísland, Spánn og Ítalía hefja seinni undankeppnina með 6 stig hvert, Georgía með 4, Úkraína með 2 en Holland ekkert. Þrjú efstu liðin komast á HM 2023.