Tónlistarkonan Myuné kemur fram ásamt MSEA í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. Myuné er sólóverkefni Amor Amezcua sem er frá Mexíkó og er tónlist hennar lýst sem forvitnilegu, leitandi draumpoppi.
Tónlistarkonan Myuné kemur fram ásamt MSEA í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. Myuné er sólóverkefni Amor Amezcua sem er frá Mexíkó og er tónlist hennar lýst sem forvitnilegu, leitandi draumpoppi. Feril sinn hóf hún sem trommari og hefur hún nú komið fram á þekktum hátíðum á borð við Coachella og SXSW og ferðast nú um heiminn með sólóverkefni sitt. MSEA er einnig þekkt sem Maria-Carmela og er tónskáld, söngvari og framleiðandi í Reykjavík. Tónlist hennar er sögð martraðarpopp og blandar hún saman áferðarríkum hljóðheimi og hvísluðum laglínum.