Öflug Ada Hegerberg var í stóru hlutverki í sóknarleik norska liðsins gegn Norður-Írlandi þó hún næði ekki að skora sjálf í leiknum í Southampton.
Öflug Ada Hegerberg var í stóru hlutverki í sóknarleik norska liðsins gegn Norður-Írlandi þó hún næði ekki að skora sjálf í leiknum í Southampton. — AFP/Ben Stansall
Noregur er í kjörstöðu í A-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir mjög öruggan sigur á Norður-Írlandi, 4:1, í Southampton í gærkvöld.

Noregur er í kjörstöðu í A-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir mjög öruggan sigur á Norður-Írlandi, 4:1, í Southampton í gærkvöld. Julie Blakstad, Frida Maanum og Caroline Hansen skoruðu á fyrsta hálftímanum, 3:0, og þar með voru úrslitin nánast ráðin.

Julie Nelson, sem lék með ÍBV 2011 og 2012, skoraði skallamark fyrir Norður-Íra á 49. mínútu eftir sendingu frá Rachel Furness, sem lék með Grindavík árið 2010. Þrír aðrir leikmenn Norður-Íra hafa spilað með íslenskum liðum.

Guro Reiten innsiglaði skömmu síðar sigur norska liðsins með marki beint úr aukaspyrnu. Hin hálfíslenska María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Noregs.