Umdeildur Kanye West á sínum yngri árum.
Umdeildur Kanye West á sínum yngri árum. — Reuters
Á dögunum horfði ég loksins á heimildaþættina Jeen-Yuhs sem fjalla um tónlistarmanninn Kanye West. Þeir voru gefnir út á streymisveitunni Netflix í janúar á þessu ári. Ég segi loksins þar sem að West er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Á dögunum horfði ég loksins á heimildaþættina Jeen-Yuhs sem fjalla um tónlistarmanninn Kanye West. Þeir voru gefnir út á streymisveitunni Netflix í janúar á þessu ári. Ég segi loksins þar sem að West er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þættirnir eru þrír og fjalla um feril Wests. Það sem er hvað áhugaverðast í þáttunum er að leikstjórinn Coodie Simmons byrjaði á þeim áður en West varð frægur. Hann hafði það mikla trú á unga rapparanum frá Chicago að hann fórnaði öðrum tækifærum fyrir þetta, og uppskar aldeilis. Í þáttunum er mikið fjallað um hvernig enginn samþykkti West sem rappara, en hann var orðinn þekktur pródúsent fyrir og hafði framleitt lög fyrir meðal annars rapparann Jay Z.

West gaf út sína fyrstu plötu að nafni The College Dropout árið 2004. Mikið er fjallað um sköpun hennar í þáttunum og meðal annars fjallað um lagið Through the Wire sem West tók upp eftir að hafa lent í bílslysi. Einnig er fjallað um samband West og móður hans Donda West, sem lést árið 2007. Það hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem hefur aldrei almennilega náð sér síðan. Ég naut þáttana og mæli með að sem flestir horfi á.

Jökull Þorkelsson