Markalaust Berglind Baldursdóttir úr Fylki og Henríetta Ágústsdóttir úr HK í baráttu um boltann í leik liðanna í Kórnum í gærkvöld.
Markalaust Berglind Baldursdóttir úr Fylki og Henríetta Ágústsdóttir úr HK í baráttu um boltann í leik liðanna í Kórnum í gærkvöld. — Morgunblaði/Arnþór Birkisson
HK missti í gærkvöld af góðu tækifæri til þess að komast í efsta sæti 1. deildar kvenna í fótbolta, Lengjudeildarinnar. HK og Fylkir skildu jöfn, 0:0, í Kórnum og HK situr þar með áfram í þriðja sæti en hefði komist á topp deildarinnar með sigri.

HK missti í gærkvöld af góðu tækifæri til þess að komast í efsta sæti 1. deildar kvenna í fótbolta, Lengjudeildarinnar. HK og Fylkir skildu jöfn, 0:0, í Kórnum og HK situr þar með áfram í þriðja sæti en hefði komist á topp deildarinnar með sigri.

Fylkiskonur eru hins vegar farnar að tína inn stig eftir slæma byrjun á mótinu og fjarlægjast fallsætin.

Austfirðingarnir í Fjarðabyggð/Hetti/Leikni unnu öruggan sigur á Fjölni í nýliðaslag í Grafarvogi, 3:0. Yolanda Bonnin og Halldóra Birta Sigfúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og hin kínverska Linli Tu í þeim síðari en hún er markahæst í deildinni með níu mörk.