Landbúnaður Nýliðar í landbúnaði geta sótt um styrki til stjórnvalda.
Landbúnaður Nýliðar í landbúnaði geta sótt um styrki til stjórnvalda. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Þeir einstaklingar geta sótt um stuðning en uppfylla þarf ýmsar kröfur.

Matvælaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Þeir einstaklingar geta sótt um stuðning en uppfylla þarf ýmsar kröfur.Umsóknum skal skila inn á vefinn www.afurd.is og frestur er til 1. september.

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi. Þeir verða að hafa keypt búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti, eða hafa leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári.

Þá mega umsækjendur ekki áður hlotið nýliðunarstuðning, eða að hafa hlotið nýliðunarstuðning í mjólkurframleiðslu eða styrki til kaupa á bústofni til frumbýlinga í sauðfjárrækt.