50 ára Auðbjörg er fædd og uppalin á Akureyri en býr nú á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar sem slíkur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
50 ára Auðbjörg er fædd og uppalin á Akureyri en býr nú á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar sem slíkur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún ætlar að verja afmælisdeginum í útilegu með fjölskyldunni.

Fjölskylda Eiginmaður Auðbjargar er Jóhann Reynir Eysteinsson, f. 26.6. 1971, smiður. Auðbjörg á þrjá syni: 1) Guðmundur Hólmar Helgason, f. 5.8. 1992. Maki hans er Herdís María Sigurðardóttir, f. 9.1. 1990. Þau eiga synina Júlíus Hólmar Guðmundsson, f. 2012, og Eirík Aron Guðmundsson, f. 2015. 2) Bjarki Jóhannson, f. 26.5. 1998. 3) Jóhann Ben Jóhannsson. Foreldrar Auðbjargar eru Geir Guðmundsson, f. 19.8. 1942, bílstjóri, og Heiðbjört Eiríksdóttir, f. 18.10. 1945, starfaði lengst af í aðhlynningu.